Sandqvist leðurtaska - Franka svört

29.900 kr 20.930 kr
Varan er uppseld. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um hvort von er á vörunni aftur, sendu okkur þá línu á heimilisfelagid@gmail.com

30% afsláttur af nokkrum Franka töskum í svörtu leðri 
// Töskurnar á afslættinum eru með ól sem er saumuð föst utan um króka á töskunum, en ekki hægt að losa af og setja aftur á eins og á öðrum leðurtöskum frá Sandqvist. Það er einfalt mál að losa ólina af ef til stendur að nota töskuna einungis með breiðri ól, en s.s. ekki hægt að setja hana aftur á. Við erum með stakar breiðar ólar frá Sandqvist á 5.990 kr. sem er hægt að krækja á töskuna. Einnig hentar tilboðið vel ef ekki stendur til að nota töskuna öðruvísi en með leðurólinni sem er á töskunni //

____________

Þessi gullfallega svarta hliðartaska kemur frá sænska Sandqvist.

Lipur rennilás, tvö rennd hólf innan í töskunni og leðurband innan í með klemmu á endanum til að festa til dæmis í lykilakippu.

Leðrið er litað með náttúrulegri aðferð
Hægt að breyta töskunni í "clutch"
Vasi utan á töskunni með segul lokun
YKK® silfurlitur lipur rennilás
Renndur vasi að innanverðu
Tveir aðrir vasar innan í
Lyklaband úr leðri sem hægt er að fjarlægja
Taskan kemur í taupoka 


Stærð: 21cm á hæð, 27cm á lengd og þykktin er 7,5cm.