Hazel Village dýrin - bangsastrákurinn Nicholas, handgerður úr lífrænni bómull

5.950 kr
Þetta er bangsinn Nicholas. Hann er handgerður úr lífrænni bómull og fyllingin innan í honum er úr polyfill. Augun og nefnið eru handsaumuð með bómullarþræði. 


Nicholas er virkilega fallegum lífrænum bómullargalla en hönnun gallans er samstarfsverkefni Hazel Village og Winter Water Factory. Það sama gildir um Nicholas og öll hin Hazel dýrin, þau geta skipt um föt og skipst á fötum. 

Hazel Village var stofnað í New York árið 2010 og býður fyrirtækið fallega línu af mjúkum dýrum sem eru öll handgerð í Indlandi við góðar aðstæður starfsfólks. Stofnandi Hazel Village var staðráðinn í að útbúa dýrin á samfélagslega ábyrgan hátt, að gæðin væru mikil og að þau væru handgerð úr lífrænum efnum.

 

Það má handþvo Nicholas.
Stærð: Bangsinn Nicholas er 36 cm á hæð