Hazel Village dýrin - kanínustrákurinn Pummy, handgerður úr lífrænni bómull

5.950 kr

Þetta er kanínustrákurinn Lucas sem er alltaf kallaður Pummy. Hann er handgerður úr lífrænni bómull og fyllingin innan í honum er úr polyfill. Rendurnar í efninu innan í eyrunum hans eru aðeins fínlegri en á myndinni. Augun og nefnið eru handsaumuð með bómullarþræði. 

Pummy er mjög flottur í sparifötunum sínum, hvítri skyrtu, khaki buxum og með slaufu um hálsinn. Það sama gildir um Pummy og öll hin Hazel dýrin, þau geta skipt um föt og skipst á fötum.  

Hazel Village var stofnað í New York árið 2010 og býður fyrirtækið fallega línu af mjúkum dýrum sem eru öll handgerð í Indlandi við góðar aðstæður starfsfólks. Stofnandi Hazel Village var staðráðinn í að útbúa dýrin á samfélagslega ábyrgan hátt, að gæðin væru mikil og að þau væru handgerð úr lífrænum efnum.

 

Það má handþvo Pummy.
Stærð: Kanínustrákurinn Pummy er 40 cm á hæð