Appointed – Límmiðar með forgangsröðun

1.390 kr

Fyrir okkur sem stundum dettum í að byrja á litlu atriðunum sem skipta ekki öllu máli þá er þetta mjög sniðugt fyrirkomulag. Þess vegna gátum við ekki annað en tekið inn þessa litlu skemmtilegu miða sem hjálpa manni í forgangsröðuninni. Svo er lím á bakhliðinni þannig að það hægt að líma á símann sem er fínt fyrir okkur sveimhugana. Svo er auðvitað líka upplagt að líma miðana t.d. inn í möppuna í skólanum, á blaðsíðu í Traveler´s Notebook ef maður skyldi eiga hana, á spegilinn eða bara hvar sem er. 

Stærð: 14,5 × 9cm

50 miðar af hverri tegund.

Appointed vörurnar eru endurunnar og framleiddar með endurnýjanlegri orku.

Appointed 
Appointed ritföngin koma frá Bandaríkjunum og eru vörurnar bæði hannað og framleiddar þar. Hönnuður og eigandi Appointed Suann Song, var búin að leita að fallegum gæða blokkum og bókum, en fann ekki og ákvað þá að búa til sínar eigin. Praktískar, fallegar, handunnar og búnar til úr bestu fáanlegu efnum – það eru Appointed vörurnar.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá mælum við með @suannsong á Instagram en hún er stofnandi og hönnuður Appointed.