Appointed – Skipulag á borðið

4.590 kr
Varan er uppseld. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um hvort von er á vörunni aftur, sendu okkur þá línu á heimilisfelagid@gmail.com

Þetta er virkilega þægilegt á skrifborðið… já og fallegt líka! Stærðin er örlítið stærri en A3 og á hverri síðu er stórt autt svæði fyrir minnispunkta, teikningar og hugmyndir. Á hægri kantinum er svo gott pláss fyrir “to do” lista og önnur verkefni vikunnar. Þetta er fullkomin gjöf fyrir skipulagða fólkið og hina, sem þyrftu að skipuleggja sig aðeins betur.

Um er að ræða stóra blokk með 36 síðum, steingráu bókbandsefni og gyllingu. Blaðsíðurnar eru með rifgötum þannig að auðvelt er að rífa blaðsíður af þegar nýtt skipulagstímabil hefst.

Blokkin er elegant eins og allar Appointed vörurnar, þykkur pappír, gylling og passar fullkomlega á skrifborðið eða eldhúsbekkinn.

Stærð: A3 – 43,2 × 31cm ... ábyggilega stærri en þú ímyndar þér!

Appointed vörurnar eru endurunnar og framleiddar með endurnýjanlegri orku.

Appointed 
Appointed ritföngin koma frá Bandaríkjunum og eru vörurnar bæði hannað og framleiddar þar. Hönnuður og eigandi Appointed Suann Song, var búin að leita að fallegum gæða blokkum og bókum, en fann ekki og ákvað þá að búa til sínar eigin. Praktískar, fallegar, handunnar og búnar til úr bestu fáanlegu efnum – það eru Appointed vörurnar.

Fyrir þá sem hafa áhuga þá mælum við með @suannsong á Instagram en hún er stofnandi og hönnuður Appointed.