Playforever - Buck kappakstursbíll, burn - 40% afsláttur

6.950 kr 4.170 kr

Buck minnir á fyrstu kappakstursbílana, með einföldum línum og fallegri grafík. Buck burn, er mosagrænn með ljósgrárri grafík og ljósum gúmmídekkjum (ekki svört dekk eins og á einni af myndunum).

Stærðin á Buck bílnum: Lengd 21,5 cm x Breidd 12 cm x Hæð 10,5 cm
Buck er í miðstærð Playforever bílanna - minni en Bruno eins og sést á myndunum.

Efni: ABS plast með háglans UV húð og handpússaður af natni.  


Playforever - leikföng í hæsta gæðaflokki
Stofnandi Playforever, Julian Meagher, er iðnhönnuður sem hefur verið 
með óbilandi áhuga á gömlum bílum frá því hann var lítill strákur.
Þessi miklu áhugi leiddi til þess að hann stofnaði Playforever, staðráðinn
í því að hanna gullfalleg, tímalaus gæðaleikföng sem myndu endast.  

Mánuðir af rannsóknum á framleiðsluaðferðum fóru í að ná fram bestu
mögulegu framleiðslu og bestu efnum sem völ væri á við framleiðslu á
fyrsta bíl fyrirtækisins, sem er Bruno kappakstursbíllinn en hann kom á
markað árið 2004. 

Innblásturinn að hönnun Playforever eru gömlu kappakstursbílarnir og 
flugvélarnar frá þriðja áratugnum og svo klassísku New York bílar
sjöunda áratugarins. 

Playforever leikföngin uppfylla eftirfarandi gæðastaðla: 
CPSIA fyrir Bandaríkin og EN71 fyrir Evrópu. 
Eftirlitsaðili TUV Hong Kong.