Mum and Dad Factory - "fjallahilla" í barnaherbergið - 50% afsláttur
"Fjallahillan" er framleidd í Frakklandi og er úr formbeygðum birkikrossvið.
Hillan er lítil, s.s. ekki bókahilla heldur skrauthilla. Það er til dæmis mjög fallegt að setja uppáhalds playmo kallana, dýrin eða annað lítið dót á hilluna.
Hillan er frá Mum and Dad Factory og er fyrirtækið rekið af hjónum sem eru arkitektar og búa í París. Þau leggja áherslu á að bjóða stílhrein og öðruvísi húsgögn fyrir börn, nota aðeins gæðaefni og eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar í Evrópu við góðar aðstæður og með umhverfissjónarmið að leiðarljósi.
Stærð: hæðin er 14,5cm, breiddin 33cm og dýptin 10cm