Penco fjögurra lita kúlupenni – Myntublár

1.590 kr
Varan er uppseld. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um hvort von er á vörunni aftur, sendu okkur þá línu á heimilisfelagid@gmail.com

Gamli blái og hvíti fjögurra lita kúlupenninn rifjaðist strax upp þegar við sáum þennan frá Penco! Svo kom í ljós að Penco pennarnir eru einmitt hannaðir með þessa gömlu góðu í huga. Penco penninn kemur í tveimur fallegum litum, myntubláu og gylltu. Oddarnir eru 0,7mm.

Penco
Penco er japanskt ritfangamerki sem var stofnað á grundvelli eins penna. Fyrst um sinn framleiddi það bara penna en núna eru línan þeirra miklu stærri og útgangspunkturinn í hönnuninni nostalgía, enda minna vörurnar mann á gamla tíma. Penco er hluti af Hightide fjölskyldunni en öll merki Hightide eru þekkt fyrir fallega hönnun, efni og áherslu á “detaila”.