Varan er uppseld. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um hvort von er á vörunni aftur, sendu okkur þá línu á heimilisfelagid@gmail.com
Við vorum búin að leita lengi að fallegu og góðu límmiðastatífi þegar við fundum Penco statífið. Það hefur þetta industrial útlit og minnir mann á gamlan tíma. Síðast en ekki síst er það þungt og veglegt sem er mjög gott þegar önnur höndin er á pakkanum og hin á límmbandinu.
- Fyrir þessa klassísku stærð af límbandi s.s. rúllan getur verið allt að 2cm á breidd og allt að 5 cm í þvermál
- Með statífinu fylgir litla límdoppur sem límast undir statífið og mikilvægt að setja þær á strax þannig að það rispi ekki borð
- Ef þú ert alltaf að líma og elskar statífið, þá eru göt á botninum þannig að það er hægt að festa það á vegg eða á borð
Límrúllustatífið kemur í tveimur stærðum – þetta er minni stærðin.
Stærð: lengd 9,5 × hæð 4,2 × breidd 3,0 cm
Penco
Penco er japanskt ritfangamerki sem var stofnað á grundvelli eins penna. Fyrst um sinn framleiddi það bara penna en núna eru línan þeirra miklu stærri og útgangspunkturinn í hönnuninni nostalgía, enda minna vörurnar mann á gamla tíma. Penco er hluti af Hightide fjölskyldunni en öll merki Hightide eru þekkt fyrir fallega hönnun, efni og áherslu á “detaila”.