Varan er uppseld. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um hvort von er á vörunni aftur, sendu okkur þá línu á heimilisfelagid@gmail.com
"2 in 1" hjólið - frá 2 ára til 6 ára
Ekki bara virkilega smart hönnun, heldur vex hjólið með barninu.
- Lítið hjól til að æfa jafnvægið hjá þeim yngstu
- Stórt jafnvægishjól sem vex með barninu
Ath! Ef barnið þitt er í kringum eins árs aldurinn þá er líka hægt
að fá "3 in 1" hjól sem hægt er að nota frá 12 mánaða aldri.
Heimilisfélagið er með umboð fyrir Wishbone Design Studio hjólin.
Tegundin sem við seljum heitir Wishbone bike Recycled Edition og
er endurunnið úr gömlum teppum - alveg magnað! Trefjaplasti er bætt
saman við til að styrkja hjólið og kassinn utan um hjólið og allar
pakkningar eru endurunnar, já og svo er fyrirtækið kolefnisjafnað.
Ólíkt hefðbundnum jafnvægishjólum, þá er Wishbone
hjólið ótrúlega sveigjanlegt og vex með barninu.
- Fullkomið jafnvægishjól - hjólið hefur fengið fjölmörg verðlaun
og viðurkenningar fyrir hönnun og gæði.
- Sveigjanlegt og vex með barninu þínu og sætið er hægt að
hækka úr 23cm í 50cm! Þú byrjar með sætið og stellið lágt
til að barnið þitt geti æft jafnvægið og svo - er hæðin aukin
með þroska og stærð barnsins og að lokum er stellinu snúið
við með einfaldri Rotafix™ tækni.
- Er barnið þitt á bleika tímabilinu? Hjólið kemur svart og hvítt
en hægt er að fá bæði höldur og "cover" á hnakkinn í mörgum
fallegum litum. Þessir aukahlutir eru seldir sér.
- Einfalt að stilla hjólið og þannig geturðu látið það passa barninu
þínu fullkomlega eftir því sem það stækkar.
- Áhersla á sjálfbærni og fallega hönnun, lítið jafnvægishjól verður
að stóru jafnvægishjóli og endist barninu þannig lengi.
- Ef fjölskyldan stækkar þá er hægt að kaupa auka pakka sem
gerir "2 in 1" hjólið að "3 in 1" og verður hjólið þá að stöðugu
þríhjóli sem sniðugt er að nota til að æfa sig að ganga.
- Ótrúlega smart hönnun!