Þessi blokk fra Appointed er fyrir þá sem elska to do lista og vilja hafa allt smart og elegant í kringum sig. Blokkin er með steingráu bókbandsefni og “to do” gyllingu. Blöðin eru hvít og línurnar ljósgráar.
Í blokkinni eru 50 síður og þú getur rifið burt blaðsíður ef þér finnst þetta vera all of langir listar en svo hafa margir unun af því að tikka við það sem er búið og horfa stoltum augum á allt sem hefur áorkast.
Blokkin er elegant eins og allar Appointed vörurnar, þykkur pappír, gylling og passar fullkomlega á náttborðið eða skrifborðið.
Stærð: 10 × 18cm
Appointed vörurnar eru endurunnar og framleiddar með endurnýjanlegri orku.
Appointed
Appointed ritföngin koma frá Bandaríkjunum og eru vörurnar bæði hannað og framleiddar þar. Hönnuður og eigandi Appointed Suann Song, var búin að leita að fallegum gæða blokkum og bókum, en fann ekki og ákvað þá að búa til sínar eigin. Praktískar, fallegar, handunnar og búnar til úr bestu fáanlegu efnum – það eru Appointed vörurnar.
Fyrir þá sem hafa áhuga þá mælum við með @suannsong á Instagram en hún er stofnandi og hönnuður Appointed.