Penco skrúfblýantur - hvítur og gylltur

2.590 kr
Varan er uppseld. Ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar um hvort von er á vörunni aftur, sendu okkur þá línu á heimilisfelagid@gmail.com

Eru þetta ekki bara flottustu skrúfblýantar í heimi? Þessir koma frá Penco og eru úr cedar við frá Kaliforníu, sem gefur þeim klassískt yfirbragð og góða tilfinningu í hendi. Blýið er 2mm (mun þykkara en í hefðbundnum skrúfblýöntum) og þar með litlar líkur á að blýið brotni. Með skrúfblýantinum fylgir svo lítill yddari.

Í Heimilisfélaginu er svo hægt að kaupa áfyllingu á blýið ef/þegar það klárast.

Penco
Penco er japanskt ritfangamerki sem var stofnað á grundvelli eins penna. Fyrst um sinn framleiddi það bara penna en núna eru línan þeirra miklu stærri og útgangspunkturinn í hönnuninni nostalgía, enda minna vörurnar mann á gamla tíma. Penco er hluti af Hightide fjölskyldunni en öll merki Hightide eru þekkt fyrir fallega hönnun, efni og áherslu á “detaila”.