Traveler´s Notebook – ljósbrún

9.490 kr

Traveler´s Notebook er minnisbók sem kemur frá Japan (áður þekkt sem Midori´s Notebook).

Hugmyndir þínar, hugleiðingar, minnislistar, dagbók o.s.frv. - allt rúmast í þessari leðurbók. Coverið er úr þykku nautsleðri og er coverið handgert í Chiangmai í norðurhluta Taílands. Þegar maður opnar Traveler´s Notebook þá finnur maður strax að það hefur verið lögð alúð í framleiðslu bókarinnar og að þetta er bók sem að maður mun eiga um ókomna tíð. Náttúrulega litað 2mm þykkt leðrið er lítið unnið, fer vel í hendi og verður mýkra og enn fallegra og persónulegra þegar þú byrjar að nota bókina. 

En þetta snýst ekki bara um fallegt leður heldur er hægt að fá í hana aukahluti aukahlutum og ótrúlega mikið úrval af innvolsi og þannig geturðu sérsniðið hana þannig að hún henti þér sem allra best. Þegar þú ert svo búinn að nota allar blaðsíðurnar þá geturðu keypt nýtt innvols en áfram notað fallega leður coverið og annað sem bókinni fylgir. 

Í Traveler´s Notebook “starter kit” pakkanum fylgir leður cover, innvols með hvítum blaðsíðum (innvols #3), bómullarpoki fyrir bókina og tvær teygjur, brún og græn.


Gæðapappír sem gott er að skrifa á
Invols í bókina eru gerð úr japönskum pappír, þróuðum sérstaklega með það fyrir augum að þægilegt sé að skrifa á pappírinn. Þú getur jafnvel skrifað á pappírinn með bleikpenna án þess að hafa áhyggjur af því að blekið renni til.

Pakkinn inniheldur
Bómullarpoka - 150mm × 240mm
Leður cover - 130mm × 218mm, 10mm þykkt
Bóka með hvítum blaðsíðum (64 síður) - 110mm × 210mm
Auka teygja, græn

Traveler´s Company
Traveler´s Company á rætur að rekja til ársins 1950 en þá var fyrirtækið stofnað undir nafninu Midori. Frá stofnun hefur fókusinn verið á framleiðslu á vörur sem eru bæði praktískar og fallegar. Þessu hafa þau náð með því að setja sérstaka áherslu á að framleiða einungis úr gæðaefnum. Merkið er best þekkt fyrir klassísku Traveler´s Notebook sem við bjóðum upp á í Heimilisfélaginu.