Skilmálar


Pantanir

Heimilisfélagið gengur frá pöntun þegar greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst færðu senda staðfestingu í tölvupósti.

Afhendingartími

Ef óskað er eftir heimsendingu er afhendingartími að jafnaði 2-4 virkir dagar eftir að vara hefur verið pöntuð og greidd. SMS er sent áður en varan er send af stað.

Ef þú óskar eftir að sækja samdægurs, láttu okkur þá endilega vita á 
heimilisfelagid@gmail.com og við reynum eftir fremsta megni að verða við því. 

Sérpantanir

Við tökum einnig að okkur að sérpanta vörur frá þeim merkjum sem við seljum. Fyrirspurnir varðandi sérpantanir óskast á netfangið heimilisfelagid@gmail.com. Farið er fram á 25% innborgun þegar varan er pöntuð, sem ekki fæst endurgreidd. Afgangurinn er greiddur þegar varan er tilbúin til afhendingar. Sérpöntunum er ekki hægt að skila.

 Sendingarkostnaður
  • Sendingarkostnaður bætist við pöntun áður en greiðsla fer fram og birtist fjárhæð kostnaðarins áður en greiðsla er staðfest. Kostnaður við sendingu er 890 kr. á smærri vörum og 2.490 kr. á stærri vörum.
  • Sækja má vörurnar í Búland 17, Reykjavík ef óskað er eftir því.
Verð

Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskiljum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Öll verð eru birt með 24% virðisaukaskatti.

Skilafrestur og endurgreiðsla

Það skiptir okkur hjá Heimilisfélaginu miklu máli að þú sért ánægð/ur með vörurnar og þjónustuna. Ef varan passar ekki eða þú ert ekki ánægð/ur með hana þá er velkomið að skila henni og fá fulla endurgreiðslu innan 14 daga. Skilyrði er að varan sé ónotuð og óskemmd í upprunalegum umbúðum. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur nema um gallaða vöru sé að ræða. Ef þú vilt skila vöru, sendu okkur þá línu á heimilisfelagid@gmail.com

Greiðslur

Þú getur valið um að greiða með millifærslu eða greiðslukorti í gegnum örugga greiðslugátt Borgunar. Pöntun er afgreidd um leið og greitt hefur verið fyrir vöru.

Upplýsingar um seljanda

Heimilisfélagið / Selma Svavarsdóttir
Búlandi 17
108 Reykjavík
Ísland 

Kt. 101177-4329
Vsk. 123346

 

Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu og hvetjum þig til þess að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna, með því að senda tölvupóst á heimilisfelagid@gmail.com