Bruno er fyrsti bíll Playforever og hugarfóstur stofnanda fyrirtækisins
en innblásturinn að bílnum eru gömlu klassísku kappakstursbílarnir.
Þessi er rauður og stórglæsilegur!
Stærð: Lengd 27 cm x Breidd 18 cm x Hæð 13 cm
Bruno er sá stærsti af Playforever bílunum, sjá myndir í hlutfalli við tímarit.
Efni: ABS plast með háglans UV húð og handpússaðir af natni.
Playforever - leikföng í hæsta gæðaflokki
Stofnandi Playforever, Julian Meagher, er iðnhönnuður sem hefur verið
með óbilandi áhuga á gömlum bílum frá því hann var lítill strákur.
Þessi miklu áhugi leiddi til þess að hann stofnaði Playforever, staðráðinn
í því að hanna gullfalleg, tímalaus gæðaleikföng sem myndu endast.
Mánuðir af rannsóknum á framleiðsluaðferðum fóru í að ná fram bestu
mögulegu framleiðslu og bestu efnum sem völ væri á við framleiðslu á
fyrsta bíl fyrirtækisins, sem er Bruno kappakstursbíllinn en hann kom á
markað árið 2004.
Innblásturinn að hönnun Playforever eru gömlu kappakstursbílarnir og
flugvélarnar frá þriðja áratugnum og svo klassísku New York bílar
sjöunda áratugarins.
Playforever leikföngin uppfylla eftirfarandi gæðastaðla:
CPSIA fyrir Bandaríkin og EN71 fyrir Evrópu.
Eftirlitsaðili TUV Hong Kong.