Nähe - Vasar A5

1.790 kr

Gæðavasi í A5 stærð (sem er eins og samanbrotið A4 blað). Þennan notum við í Heimilisfélaginu fyrir alla litlu sneplana sem mega ekki týnast og áttu það til að fara á fleygiferð í kommóðuskúffunni. En þetta er nett stærð, hvort heldur sem er í skipulagi heimilisins, í töskunni eða á ferðalagi og er tilvalinn til að halda skipulagi á litlum og stórum miðum og upplýsingum.

Vasarnir fást í þremur stærðum í Heimilisfélaginu
A4 35x25x2,3 cm
A5 20 x 25.8 x 2.3cm
A6 13 x 17.7 x 2.3cm

 

Um Nähe

Orðið Nähe stendur á þýsku fyrir að að vera nálægur. Það kemur því ekki á óvart að það er einmitt hugmyndin að baki hönnunarinnar, þ.e. að búa til vörur sem auðvelda okkur að hafa vörurnar sem við notum dagsdaglega, nálægar og í góðu skipulagi. Vörurnar samanstanda af litríkri línu af buddum í mismunandi stærðum og vösum fyrir skjöl, alveg frá A4 blöðum og niður í litlar buddur fyrir miða og annað smálegt. Þó nafnið gefi til kynna að merkið sé þýskt þá er alls ekki þannig, Nähe er frá Fukuoka í Japan og tilheyrir Hightide fjölskyldunni líkt og Penco.