Fallegustu klemmur sem við höfum séð!
Þær geta haldið saman miklu magni af pappír (60 blaðsíðum) og pappírsbunkinn lítur virkilega vel út á borði þegar búið er að skella klemmunni á. Svo erum við virkilega hrifin af því að hengja klemmurnar upp og nýta t.d. til að leyfa listaverkum krakkanna að njóta sín… og virkilega auðvelt að skipta út fyrir nýtt verk ef framleiðslan er mikil.
Við gátum ekki gert upp á milli þessara dásamlegu lita og pöntuðum alla: ljósan, gull, rauðan og bláan.
Stærð: 7,7cm á breidd x 5cm á hæð
Penco
Penco er japanskt ritfangamerki sem var stofnað á grundvelli eins penna. Fyrst um sinn framleiddi það bara penna en núna eru línan þeirra miklu stærri og útgangspunkturinn í hönnuninni nostalgía, enda minna vörurnar mann á gamla tíma. Penco er hluti af Hightide fjölskyldunni en öll merki Hightide eru þekkt fyrir fallega hönnun, efni og áherslu á “detaila”.