Lítill bakpoki úr þykkri og veglegri lífrænni bómull og svo eru leðurböndum á pokanum en þau eru jurtalituð. Stig Mini er lítil útgáfa af vinsælasta bakpoka Sandqvist sem heitir einmitt Stig. Fullkominn fyrir krakka nú eða fullorðna sem vilja vera með mini bakpoka.
Inn í pokanum er auka vasi á stærð við iPad og einnig lítill vasi með rennilás. Axlarólarnir eru stillanlegar og getur pokinn því passað bæði á börn og fullorðna.
Inn í pokanum er spjald til að merkja bakpokann.
Fyrir hvaða aldur er pokinn?
Pokinn er ekki eins og þessir allra minnstu bakpokar en okkar tveggja ára strákur er flottur með pokann. Hins vegar myndum við telja að hann væri of stór fyrir yngri en tveggja ára. Ráðlegging Heimilisfélagsins er því 2ára og eldri. Strákurinn á myndinni er 110cm á hæð og stelpan 120 cm á hæð.
Stærð: Breidd 22cm x Lengd 33cm x Dýpt 13 cm
Litur: Svartur
Pokinn tekur 9 lítra
Þykkt og veglegt lífrænt bómullarefni
Jurtalitað leður
Grátt fóður
Stillanlegar axlarólar