2025 forprentað dagbókarinnvols, mánuður á hverri opnu (1 bók)

2.490 kr

 

Þetta er 2025 útgáfan af forprentuðu dagbókarvinnvolsi með einum mánuði á hverri opnu.

Um er að ræða eina bók með dagbók fyrir 13 mánuði, frá desmber 2024 til janúar 2026. Mánuðurinn er sýndur á hverri opnu og í dálk hægra megin er yfirlit yfir síðastliðinn mánuð og næstu fjóra mánuði.

 

Sumir nota þetta dagbókarinnvols sem þægilegt yfirlit yfir verkefni og viðburði mánaðarins, aðrir sem einfalda dagbók þar sem skrifað eða teiknað er hvað var gert á hverjum degi og enn aðrir skrifa við hvern dag hvað þeir voru þakklátir fyrir þennan daginn...

Stærð: 11 x 22 cm



Að setja ný innvols í leðurcoverið
Þú rennir innvolsinu undir teygjuna í bókinni. Ef þú ert með þrjú eða fleiri innvols þá er hægt að fá teygjur sem settar eru um kjölinn á innvolsinu og þá geturðu bætt endalaust af innvolsi í bókina.

Traveler´s Company
Traveler´s Company á rætur að rekja til ársins 1950 en þá var fyrirtækið stofnað undir nafninu Midori. Frá stofnun hefur fókusinn verið á framleiðslu á vörur sem eru bæði praktískar og fallegar. Þessu hafa þau náð með því að setja sérstaka áherslu á að framleiða einungis úr gæðaefnum. Merkið er best þekkt fyrir klassísku Traveler´s Notebook sem við bjóðum upp á í Heimilisfélaginu.