Traveler´s Notebook – #9 "Repair kit"

1.490 kr

#9 kallast "Repair Kit" og inniheldur auka tin gaur ef sá sem er utan á bókinni gefur upp öndina af öllu álaginu. Í pakkanum eru líka teygjur í 6 litum: græn, ljós, appelsínugul, brún, rauð og svört. Þannig geturðu breytt bókinni eftir þínum smekk núe eða skipt út ef þú ert búin að teygja ferlega mikið og gamla teygjan er farin að gefa eftir. 

Leðrið verður bara fallegra þegar það eldist, þú getur alltaf keypt ný innvols og svo með þessum pakka, geturðu skipt út öllum öðrum hlutum Traveler´s Notebook og þannig er óhætt að segja að bókin geti enst þér ævilangt. 

Leiðbeiningar fylgja en ef þú þarft að skipta út tin gaurnum, þá þarftu hamar.

Traveler´s Company
Traveler´s Company á rætur að rekja til ársins 1950 en þá var fyrirtækið stofnað undir nafninu Midori. Frá stofnun hefur fókusinn verið á framleiðslu á vörur sem eru bæði praktískar og fallegar. Þessu hafa þau náð með því að setja sérstaka áherslu á að framleiða einungis úr gæðaefnum. Merkið er best þekkt fyrir klassísku Traveler´s Notebook sem við bjóðum upp á í Heimilisfélaginu.