Traveler´s passport size Notebook – #11 Teygjur til að nota ef innvolsin eru 2 eða fl.

890 kr

//Passport size//

Innvols #11 eru teygjur til að nota til að festa innvols í leðurbækurnar.

Þetta eru teygjur sem gera þér kleift að bæta innvolsum í Traveler´s Notebook.
Ath! Ef þú ert eingöngu með innvolsið sem fylgir með bókinni þá þarftu ekki á teygjum að halda.

Með hverri teygju er hægt að festa tvö innvols og því virkar þetta svona:

Fyrir eitt innvols (sem fylgir með leðurbókinni) - ekki þörf á teygju
Ef þú ert með tvö eða þrjú innvols - ein teygja 
Ef þú ert með fjögur eða fimm innvols - tvær teygjur

Í pakkanum eru fjórar teygjur, 2x brúnar og 2x svartar.
Með teygjunum fylgja leiðbeiningar um samsetningu á bókunum.

Traveler´s Company
Traveler´s Company á rætur að rekja til ársins 1950 en þá var fyrirtækið stofnað undir nafninu Midori. Frá stofnun hefur fókusinn verið á framleiðslu á vörur sem eru bæði praktískar og fallegar. Þessu hafa þau náð með því að setja sérstaka áherslu á að framleiða einungis úr gæðaefnum. Merkið er best þekkt fyrir klassísku Traveler´s Notebook sem við bjóðum upp á í Heimilisfélaginu.