Traveler´s Notebook – #5 2x30 daga logg bók

990 kr

#5 má best lýsa sem 2x30 daga logg bók. Þessi bók er til dæmis mjög sniðug ef maður er að fara í ferðalag og langar að setja inn upplýsingar um hvern dag. Nú eða t.d. ef maður er að setja sér markmið til 30 eða 60 daga og vill skrifa hugleiðingar hvers dags o.s.frv.

Stærð : 11 x 22cm


Að setja ný innvols í leðurcoverið
Þú rennir innvolsinu undir teygjuna í bókinni. Ef þú ert með þrjú eða fleiri innvols þá er hægt að fá bönd sem sett eru um kjölinn á bókinni og þá geturðu bætt endalaust af innvolsi í bókina.

Traveler´s Company
Traveler´s Company á rætur að rekja til ársins 1950 en þá var fyrirtækið stofnað undir nafninu Midori. Frá stofnun hefur fókusinn verið á framleiðslu á vörur sem eru bæði praktískar og fallegar. Þessu hafa þau náð með því að setja sérstaka áherslu á að framleiða einungis úr gæðaefnum. Merkið er best þekkt fyrir klassísku Traveler´s Notebook sem við bjóðum upp á í Heimilisfélaginu.